Ólafur bætti héraðsmet í sleggju

Ólafur Guðmundsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ólafur Guðmundsson, Umf. Selfoss, bætti eigið HSK-met í sleggjukasti í flokki öldunga 50-54 ára á kastmóti Breiðabliks 30+ á dögunum.

Ólafur kastaði sex kílóa sleggu 39,39 m og bætti eigið met um 5 cm.

Ólafur var eini keppandinn af HSK svæðinu á þessu móti og náði hann í silfurverðlaun í öllum greinum; kringlukasti, sleggjukasti og lóðkasti.

Fyrri greinSelfoss og Fram mætast í úrslitaleik
Næsta greinDagný skoraði tvisvar fyrir Ísland