Okkar menn í ógöngum

Keppni í alþjóðarallinu Rally Reykjavík lauk í dag. Sunnlensku keppendurnir lentu í hremmingum á þessum síðasta keppnisdegi og féllu niður töfluna.

Heimir Snær og Halldór Gunnar Jónssynir féllu úr leik í morgun þegar ekið var um Kaldadal, en millikassinn brotnaði þá í Cherokee-bifreið bræðranna. Það var verulega svekkjandi þar sem Heimir og Halldór voru búnir að aka mjög vel í morgun og náðu að vinna sig upp um nokkur sæti.

Þór Líni Sævarsson og Sigurjón Þór Þrastarson lentu einnig í vandræðum á Kaldadal þegar spindilkúla fór í Imprezunni. Þeir náðu þó að skrölta út af sérleiðinni þar sem viðgerðarliðið tók við bílnum svo að þeir gátu haldið áfram keppni. Þeir töpuðu þó miklum tíma á sérleiðinni um Kaldadal og luku að lokum keppni í 9. sæti, eftir að hafa verið í 4. sæti lengst af.
Örn Dali Ingólfsson og Óskar Jón Hreinsson náðu að koma Trabantinum í mark en þeir luku keppni í 14. sæti en fjórtán bílar af þeim átján sem skráðir voru til leiks luku keppni.
Fyrri greinStórsigur hjá KFR – Ægir tapaði
Næsta greinSýningarstjóraspjall í Listasafninu