Ókeypis hlaupanámskeið fyrir byrjendur

Er ekki komin tími til að drífa sig út að hlaupa?

Frískir Flóamenn undir styrkri stjórn Sigmundar Stefánssonar þjálfara bjóða nú upp á byrjendanámskeið fyrir þá sem hafa látið sig dreyma um að hlaupa 5 km en ekki komið sér úr sófanum.

Námskeiðið „Úr sófa í 5 km“ hefst þriðjudaginn 5. febrúar kl. 17:15 við Sundhöll Selfoss. Hlaupið er með þjálfara þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:15 og án þjálfara á laugardögum kl. 10. Þeir allra hörðustu hlaupa svo líka á sunnudögum kl. 10:30.

Markmiðið er að geta hlaupið 5 km eftir 9 vikna námskeið.

Allar æfingar Frískra Flóamanna hjá byrjendum sem lengra komnum eru ókeypis.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér