Óhefðbundið HSK þing framundan

Frá héraðsþingi HSK. Mynd úr safni. Ljósmynd/HSK

98. héraðsþing HSK verður haldið í Hvolnum á Hvolsvelli fimmtudaginn 17. september næstkomandi og hefst stundvíslega kl. 17:00.

Þingið verður óhefðbundið og ýmsum dagskrárliðum sleppt til að stytta þingið. Þá er mælst til þess að aðeins einn fulltrúi komi frá hverju félagi og ráði. Sem kunnugt er stóð til að halda héraðsþing HSK þann 19. mars sl. Vegna COVID-19 ákvað stjórn HSK að fresta þinginu til 17. september.

Á heimasíðu sambandsins má sjá tillögur frá stjórn HSK sem lagðar verða fram á þinginu, þ.m.t. fjárhagsáætlun HSK 2020 og tillaga kjörnefndar að nefndar- og stjórnarskipan 2020, ásamt fleiri gögnum er varða héraðsþingið.

Stjórn HSK vonast eftir að félög og ráð sendi einn fulltrúa til þings.

Fyrri greinHeilsueflandi samfélag í Grímsnes- og Grafningshreppi
Næsta greinJóhanna Ýr tekur sæti í bæjarstjórn