Of stór skammtur af Vogaídýfu

Þróttur Vogum dýfði Stokkseyringum í stóran skammt af Vogaídýfu þegar liðin mættust í 4. deild karla í knattspyrnu á Stokkseyri í kvöld. Lokatölur voru 0-7, gestunum í vil.

Gestirnir leiddu 0-3 í hálfleik en ekki skánaði ástandið í herbúðum Stokkseyrar þegar Gunnari Valberg Péturssyni var vísað af velli fyrir brot strax í upphafi síðari hálfleiks.

Þróttarar nýttu sér liðsmuninn og bættu strax við tveimur mörkum og svo öðrum tveimur undir lok leiksins svo að lokatölur urðu 0-7.

Stokkseyri er áfram í 7. sæti A-riðils með 3 stig.

Fyrri greinMikið líf í Litlasjó og Grænavatni
Næsta greinÚr heiðurssætinu inn á hreppsnefndarfund