Ódýrast að æfa fimleika og handbolta á Selfossi

Í verðlagseftirliti sem ASÍ tók saman kemur fram að ódýrast er að æfa handbolta og fimleika hjá Umf. Selfoss þegar borin eru saman fjölmennustu íþróttafélög landsins.

Mikill verðmunur er á hæsta og lægsta verði námskeiðanna en mestur verðmunur er 148% á 4 klst. fimleikanámskeiði fyrir 8-10 ára börn og 119% verðmunur á 6. flokki í handbolta. Hér er aðeins um verðsamanburð að ræða og sú þjónusta eða dagskrá sem í boði er á námskeiðum íþróttafélaganna er ekki metin.

Sem dæmi má nefna að í fimleikum munar kr. 54.579 á verði hjá Selfoss og Gerplu á haustönn sem gera 148% verðmun. Í handbolta munar kr. 32.000 hjá Selfoss og ÍR sem er 119% verðmunur.

Fyrri greinMikil og lúmsk hálka í Árnessýslu
Næsta greinJólasveinarnir mæta á jólatorgið á Selfossi