Óðinn varði Íslandsmeistaratitilinn

Óðinn Magnússon. Ljósmynd/Aðsend

Óðinn Magnússon, Skotíþróttafélaginu Skyttum, varði um helgina Íslandsmeistaratitil sinn í 50 m riffilskotfimi í drengjaflokki á Íslandsmeistaramótinu sem fram fór í Digranesi í Kópavogi.

Hann skaut 566,8 stig á mótinu og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í 50 m liggjandi riffli drengja annað árið í röð. Þetta er góður árangur hjá Óðni sem byrjaði að keppa fyrir aðeins rúmu ári í 50 m liggjandi riffli.

Hann var eini keppandinn af sambandssvæði HSK sem tók þátt á mótinu.

Óðinn Magnússon mundar riffilinn á mótinu um helgina. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinSveinn og Sigmar sæmdir Gullmerki ÍSÍ
Næsta greinÞórsarar Vinnie Hafnarfirði!