Oddur tekur við af Daða Steini

Oddur Benediktsson hefur tekið við þjálfun kvennaliðs Hamars í körfubolta af Daða Steini Arnarssyni. Oddur er þriðji þjálfari liðsins á þessari leiktíð.

Oddur var aðstoðarmaður Daða Steins, sem hætti af persónulegum ástæðum. Lárus Ingi Friðfinnsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hamars, staðfesti þetta í samtali við Karfan.is nú í morgun. Daði Steinn hafði tekið við liðinu af Árna Þór Hilmarssyni síðsumars, en Árni hætti einnig af persónulegum ástæðum.

Oddur mun áfram þjálfa stúlknaflokk félagsins sem og meistaraflokkinn en þetta verður í fyrsta sinn sem hann stýrir úrvalsdeildarliði. Odds bíður ærinn starfi en Hvergerðingar eru á botni Domino´s-deildar kvenna án stiga.

Fyrri greinFermetraverð hefur hækkað um 23,1% frá árinu 2010
Næsta greinGaskútar og rafstöð á borði lögreglunnar