Oddur íþróttamaður Hamars

Á aðalfundi Íþróttafélagsins Hamars um síðustu helgi var Oddur Ólafsson, körfuknattleiksmaður, krýndur íþróttamaður Hamars 2010.

Oddur var lykilmaður í meistaraflokki Hamars tímabilið 2009-2010. Hann var einnig fyrirliði unglingalandsliðs Íslands sem varð Norðurlandameistari í Svíþjóð. Oddur stundar nám í Bandaríkjunum og tóku foreldrar hans, Margrét Stefánsdóttir og Ólafur Hafsteinn Einarsson, við verðlaununum. Auk þess voru útnefnd íþróttamenn hverrar deildar.

Eftirtaldir fengu viðurkenningar:
Badmintonmaður Hamars: Bjarndís Helga Blöndal
Fimleikamaður Hamars: Sóldís Anna Guðjónsdóttir
Blakmaður Hamars: Björn Þór Jónsson
Hlaupari Hamars: Aðalheiður Ásgeirsdóttir
Knattspyrnumaður Hamars: Björn M. Aðalsteinsson
Körfuknattleiksmaður Hamars: Oddur Ólafsson
Sundmaður Hamars: Hafsteinn Davíðsson og Laufey Rún Þorsteinsdóttir.