Nýtt ungmennafélag í Flóahreppi

Í gærkvöldi, mánudaginn 16. nóvember var Ungmennafélagið Þjótandi stofnað í Félagslundi í Flóahreppi. Hið nýja ungmennafélag á að taka við störfum ungmennafélaganna þriggja Umf. Baldurs, Umf. Samhygðar og Umf. Vöku.

Fundurinn var vel sóttur en stofnfélagar eru 38 talsins.

Undirbúningsnefnd stofnunarinnar lagði fram tillögu að bráðabirgðastjórn- og nefndarformönnum félagsins og var hún samþykkt.

Stjórn nýs félags er þannig skipuð: Guðmunda Ólafsdóttir formaður, Magnús Stephensen Magnússon ritari og Lilja Ómarsdóttir gjaldkeri. Í varastjórn eru Baldur Gauti Tryggvason og Stefán Geirsson. Formaður Íþróttanefndar var kjörinn Árni Geir Hilmarsson, formaður skemmtinefndar Sveinn Orri Einarsson og formaður ritnefndar Fanney Ólafsdóttir.

Undir liðnum önnur mál var nýkjörinni stjórn árnað heilla og sameiningarnefndinni þökkuð góð störf undanfarið ár.

Fyrri greinAlþýðufylkingin fundar á Selfossi
Næsta greinSjóðurinn góði fær miða á Hátíð í bæ