Nýtt héraðsmet í maraþonhlaupi

Sunnudaginn 21. október síðastliðinn setti Valdimar Bjarnason úr Þór í Þorlákshöfn nýtt HSK-met í maraþonhlaupi í Amsterdam.

Valdimar hljóp maraþonið á 3:00,46 klst sem er glæsilegur árangur en þetta var í fyrsta skipti sem Valdimar hleypur maraþon í keppni.

Gamla HSK metið átti Sigurður Ingvarsson og var það 3:07,34 klst sett í Mývatnsmaraþoni 1998.

Svo skemmtilega vill til að HSK met Valdimars, er hundraðasta HSK metið sem sett er utanhúss í ár.