Nýstárleg fjáröflun Garps

Félagar í Íþróttafélaginu Garpi reyndu nýstárlega fjáröflun í síðustu viku þegar þeir földu enda á nokkur hundruð heyrúllum í Holtunum.

Þetta reyndist ærið verkefni enda hátt í 700 heyrúllur og baggar á túnunum hjá Fosshólum og Sumarliðabæ. Eftir að vélar hafa pakkað rúllum í plast þarf að fela endann á plastinu innan í rúllunni.

Verkið var unnið á tveimur kvöldum og gekk vel en að vinnu lokinni var boðið upp á engjakaffi eins og tíðkaðist gjarnan í heyskap fyrr á árum.