Nýr samningur tryggir öflugt starf Hamars

Nýverið var undirritaður samningur á milli Íþróttafélagsins Hamars og Hveragerðisbæjar. Samningnum er ætlað að efla samstarf bæjaryfirvalda og íþróttafélagsins og tryggja öflugt íþrótta-, forvarna- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni í Hveragerði.

Samningurinn gildir út árið 2018 en með honum fær Hamar 22,6 milljónir króna á samningstímabilinu frá Hveragerðisbæ. Auk þess fær íþróttafélagið íþróttamannvirki bæjarins til endurgjaldslausra afnota og er sá styrkur metinn á 83,5 milljónir króna.

Í samningunum kemur fram að um sé að ræða rekstrarstyrki til barna og ungmennastarfs, framlag vegna meistaraflokka, fjárveiting í ferða- og tækjasjóð og rekstrarstyrk vegna íþróttasvæða.