Nýr markmaður á Selfoss

Cornelia Hermansson. Ljósmynd/Aðsend

Handknattleiksdeild Selfoss heldur áfram að styrkja leikmannahóp sinn fyrir baráttuna í Olísdeild kvenna í vetur en deildin hefur nú samið við sænska markmanninn Corneliu Hermansson til tveggja ára.

Cornelia, sem er 21 árs gömul, kemur til liðs við Selfoss frá Kärra HF í Svíþjóð en hún hefur einnig leikið með Önnereds HK.

Í tilkynningu frá Selfyssingum er Cornelia boðin velkomin og tekið fram að hún muni koma til landsins í þessum mánuði og hefja æfingar með liðinu í framhaldinu.

Fyrri greinKÁ lokaði á Stokkseyringa
Næsta greinNítján sækja um bæjarstjórastólinn í Hveragerði