Nýliðarnir sigruðu á Selfossi

Kristrún Steinþórsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss varð af mikilvægum stigum í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld þegar nýliðar KA/Þórs mættu í Hleðsluhöllina og sigruðu, 18-23.

Gestirnir voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu 9-13 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var jafnari en Selfyssingum tókst ekki að vinna niður forskot KA/Þórs.

Sara Boye Sörensen var markahæst Selfyssinga með 6 mörk, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 4, Kristrún Steinþórsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir 3 og þær Hulda Dís Þrastardóttir og Ída Bjarklind Magnúsdóttir skoruðu sitt markið hvor.

Selfoss er í neðsta sæti deildarinnar að loknum fjórum umferðum með 1 stig en KA/Þór er í 5. sætinu með 4 stig.

Fyrri greinSpjall um leirlist í Listasafninu
Næsta greinHamar í stuði en Selfoss tapaði