Nýir rekstraraðilar í Kiðjabergi

Ingibjörg Magnúsdóttir og dóttir hennar, Elísabet Halldórsdóttir, hafa tekið við rekstri golfskálans í Kiðjabergi.

Þær mæðgur ætla að gera ýmsar breytingar á rekstri skálans en þær munu bjóða upp á fjölbreytta rétti, heilsudrykki, heilsurétti og kröftugar súpur.

Einnig er ætlunin að koma á skemmtikvöldum nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina, með trúbadorum og veisluhlaðborðum.

Fyrrum rekstraraðilar golfskálans, þau Eygló Har Sigríðardóttir og Eggert Valur Guðmundsson, hafa flutt sig um set og munu sjá um veitingarekstur í golfskálanum í Öndverðarnesi í sumar.

Fyrri greinDregur lítillega úr atvinnuleysi
Næsta greinHundar hlaupi í Björkurstykki