Ný stjórn Mílunnar – Birgir orðinn forseti

Aðalfundur Íþróttafélagsins Mílunnar fór fram í gærkvöldikvöld. Ný stjórn var kosin og heldur valdatíð Birgis Arnar Harðarsonar áfram, en hann er nú orðinn forseti félagsins.

Ein breyting varð á stjórninni en Sigurþór Þórsson kemur inn í stað Leifs Arnar Leifssonar. Stjórnin 2016/2017 er því þannig skipuð; Birgir Örn Harðarson, forseti, Örn Þrastarson, varaformaður, Eyþór Jónsson, gjaldkeri, Sigurþór Þórsson, ritari, Atli Kristinsson, meðstjórnandi og Marinó Geir Lilliendahl, meðstjórnandi.

Tillaga Birgis um að breyta titlinum formaður í forseta var formlega samþykkt með meirihluta atkvæða.

Einnig var skipuð ný varastjórn félagsins en hana skipa þeir Leifur Örn Leifsson, Ómar Vignir Helgason, Róbert Daði Heimisson og Viðar Ingólfsson.

Fyrri grein„Gott ljóð lyftir manni upp úr því hversdagslega“
Næsta grein„Grátlegt að hafa ekki unnið“