Mia Kristin Syverud hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2027.
Mia er norsk 26 ára hægri skytta sem kemur frá Aker Topphåndball þar sem hún lék í Norsku B deildinni. Árin þar á undan lék hún með Aker og Sola í Norsku úrvalsdeildinni, einnig hefur hún reynslu úr Evrópudeildinni.
Í tilkynningu frá Selfoss kemur fram að þau bindi miklar vonir við Mia Kristin Syverud. „Það verður spennandi að sjá hana hjálpa meistaraflokki kvenna að fylgja eftir sínum besta árangri með reynslu sinni,“ segir í tilkynningunni.