Norrænn fundur um fyrirtækjaíþróttir á Selfossi

Norrænir fulltrúar sambanda um fyrirtækjaíþróttir funduðu á Selfossi dagana um síðustu mánaðamót. Á Norðurlöndunum eru sér sambönd um fyrirtækjaíþróttir en hér á Íslandi eru þær undir Almenningsíþróttasviði ÍSÍ.

Verkefnin Lífshlaupið og Hjólað í vinnuna eru dæmi um þau verkefni sem höfða til fyrirtækja og ÍSÍ á og sér um.

Fundurinn var haldinn á Hótel Selfossi en á honum var staða almenningsíþrótta og íþrótta innan fyrirtækja rædd, hvaða verkefni væru í gangi í löndunum og kæmu vel út og hvaða verkefni væru ekki að virka.

Öll Norðurlöndin áttu fulltrúa á fundinum. Fulltrúi Grænlands var sérstakur gestur á fundinum. Hver og einn fulltrúi var með kynningu um verkefni sín.

Hafsteinn Pálsson, formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ hélt erindi um verkefni sviðsins. Einnig hélt Líney Rut Halldórsdóttir erindi um uppbyggingu ÍSÍ.

Fundargestir fóru í heimsókn á íþróttavallarsvæðið á Selfossi. Þar tóku á móti þeim Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri UMFS, Bragi Bjarnason, íþróttafulltúi Árborgar og Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK. Þeir fóru yfir fyrirkomulag íþróttastarfs innan HSK, Umf. Selfoss og sveitarfélagsins og hvernig hefur tekist til.

Gígja Gunnarsdóttir frá Embætti landlæknis og Ólöf Kristín Sivertsen frá Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ komu og kynntu verkefnið Heilsueflandi samfélag.

Fundurinn tókst mjög vel til og afar fróðlegt að sjá hvað aðrar Norðurlandaþjóðir eru að gera í tengslum við almenningsíþróttir.

Næsti fundur verður haldinn í Noregi á næsta ári.

Fyrri greinÖflugt starf og fjárhagurinn traustur
Næsta greinSilja Dögg: Árangur í húsnæðismálum