Norðanmenn komu til baKA

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar og KA mættust öðru sinni í kvöld í einvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í blaki. Leikurinn fór fram norðan heiða og höfðu KA menn sigur, 3-2, og jöfnuðu þar með 1-1 í einvíginu.

Það var hrikaleg spenna á Akureyri í kvöld þar sem Hamar vann fyrstu hrinuna 19-25 en KA svaraði fyrir sig í annarri hrinu 25-19. Þriðja hrinan fór í upphækkun og hafði Hamar betur, 24-26, eftir mikla baráttu.

KA menn áttu lokaorðið í kvöld, þeir unnu fjórðu hrinuna 25-23 og höfðu síðan betur í oddahrinunni, 15-11.

Liðin mætast næst í Frystikistunni í Hveragerði á sunnudaginn en það sem vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari.

Fyrri greinGrýlupottahlaup 3/2023 – Úrslit
Næsta greinVortónleikar Sunnlenskra radda í kvöld