Nökkvi áfram á Selfossi

Nökkvi Dan Elliðason. Ljósmynd: Umf. Selfoss/ÁÞG

Nökkvi Dan Elliðason hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss.

Nökkvi, sem er 22 ára gamall, kom til liðsins í byrjun árs 2019 og var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Selfoss það ár. Hann glímdi við meiðsli á nýliðnu tímabili og hefur þar af leiðandi ekki náð að sína sitt rétta andlit en Nökkvi var að ná vopnum sínum á ný þegar tímabilið var blásið af.

„Handknattleiksdeildin fagnar því að Nökkvi skuli halda áfram hjá Selfoss og verður gaman að fá að fylgjast aftur með þessum gleðigjafa á næsta tímabili,“ segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Fyrri greinVarpið hjá Byko-Hrefnu misfórst
Næsta greinMynda- og minningabók Mats Wibe Lund endurútgefin