Nokkur verðlaun til HSK á Landsmótinu

Landsmót UMFÍ fór fram á Sauðárkróki dagana 12. – 15. júlí. Mótið var með nýju sniði og var öllum frjáls að skrá sig til leiks. Landsmót 50+ var haldið sem hluti af landsmótinu.

Í raun var um nýtt mót að ræða, þó nafnið hafi verið látið halda sér. Samhliða mótinu fór fram Meistaramót Íslands í frjálsum. Nú var engin stigakeppni á Landsmótinu milli sambandsaðila og ljóst er að það dró verulega úr áhuga keppnisfólks af sambandssvæði HSK.

Alls tóku 24 keppendur af sambandssvæði HSK þátt og hér er getið um verðlaunahafa í einstökum greinum.

Frjálsíþróttir
Fjórir keppendur af sambandssvæðinu tóku þátt og unnu allir til verðlauna. Jón M. Ívarsson varð þriðji í spjótkasti, kúluvarpi og lóðakasti í flokki 65 – 69 ára. Hann tvíbætti HSK met í lóðakasti í sínum aldursflokki, en hann kastaði 7.31 og 7.61 metra.

Markús Ívarsson, bróðir Jóns, varð annar í 800m hlaupi í flokki 70 – 74 ára og varð þriðji í 100m hlaupi. Sigmundur Stefánsson í flokki 70 -74 ára varð þriðji í spjótkast, hann bætti eigið HSK met um 4cm, hann keppti einnig í lóðakasti þar sem hann tvíbætti HSK metið með köst upp á 7,12 og 8,05 en enginn HSK maður hafði áður keppt í lóðakasti í þessum flokki. Yngvi Karl Jónsson í flokki 55- 59 ára keppti í fimm greinum, í tveimur bætti hann HSK met í 100m hlaupi með tímann 14:07 fyrrametið var 14:32 svo kastaði hann 8.57 í lóðakasti sem var bæting um 0.33m

Bogfimi
Keppt var á 12m. 120cm skífa, sveigbogi án sigtis. Jana Lind Ellertsdóttir sigraði með 95 stig.

Götuhjólreiðar 65km
Guðbjörg Rós Haraldsdóttir sigraði í flokki 60 ára og eldri á tímanum 2:38,54 klst.

Metabolic
Jana Lind Ellertsdóttir varð önnur á 6:53:35 í einstaklingskeppni kvenna.

Ólympískar lyftingar
Bjarki Óskarsson varð annar í karlaflokki með 154 sinclair stig.

Pönnukökubakstur
Í flokki 50 ára og eldri sigraði Ingibjörg Helga Guðmundsdóttir

Ringó
Sveit HSK sigraði, í sveitinni voru Markús Ívarsson, Ólafur Elí Magnússon, Jón M Ívarsson, Ásta Laufey Sigurðardóttir og Yngvi Karl Jónsson.

Strandblak
Í flokki 30 – 40 ára urðu í fyrsta sæti María Carmen Magnúsdóttir og Rúnar Gunnarsson.

Sund
Aðeins einn keppandi var í sundi frá HSK. Tómas Jónsson í flokki 80- 89 sigraði 50m bringu á 1;07,66 og 100m bringu líka á 2;24:96

Þrautabraut
Bjarki Óskarsson varð þriðji í flokki 18 -39 ára á tímanum 00:49.

Fyrri greinÁrborg mætti Ísbirni í ham
Næsta greinHótel Hella rýmt vegna elds