Njarðvík jafnaði í einvíginu

Njarðvík lagði Hamar í annarri viðureign liðanna í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna í kvöld, 86-78. Staðan í einvíginu er 1-1.

Njarðvík hafði frumkvæðið allan leikinn þó að stigamunurinn hafi aldrei verið mikill. Staðan var 26-23 eftir 1. leikhluta og Njarðvík leiddi í hálfleik, 47-42.

Þriðji leikhlutinn var slakur hjá Hamri og Njarðvík náði 15 stiga forskoti fyrir síðasta fjórðunginn, 70-55. Hamar klóraði í bakkann í 4. leikhluta en munurinn var orðinn of mikill og lokatölur urðu 79-66.

Jaleesa Butler skoraði 36 stig fyrir Hamar, Slavica Dimovska 15, Kristrún Sigurjónsdóttir 13 og Fanney Guðmundsdóttir 12.

Julia Demirer var gömlu félögum sínum erfiður ljár í þúfu því hún var stigahæst Njarðvíkinga með 32 stig og 15 fráköst. Hún og Dita Liepkalne voru samtals með 29 fráköst, sex meira en allt Hamarsliðið.

Fyrri greinHagaland kaupir slökkvistöðina
Næsta greinHSK sækir um fyrsta landsmót 50+