Njarðvíkingar sterkari í Ljónagryfjunni

Davíð Arnar Ágústsson og félagar í Þór mæta Snæfelli á útivelli. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn tapaði með tíu stiga mun þegar liðið heimsótti Njarðvíkinga í Ljónagryfjuna í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 102-92.

Njarðvíkingar tóku forystuna strax í 1. leikhluta þar sem varnarleikur Þórsara var slakur. Hann snarlagaðist þó í 2. leikhluta en staðan í leikhléi var 52-42.

Þórsarar náðu 12-3 áhlaupi undir lok 3. leikhluta þar sem Davíð Arnar Ágústsson fór mikinn en munurinn var þá kominn niður í fjögur stig, 66-62. Fyrstu fimm mínútur fjórða leikhluta voru hnífjafnar en síðan tóku Njarðvíkingar við sér og náðu aftur tíu stiga forskoti á lokakaflanum.

Þór er áfram í 9. sæti deildarinnar með 8 stig en Njarðvíkingar hafa 16 stig í 5. sæti.

Tölfræði Þórs: DJ Balentine II 26/5 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 18/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 16/5 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 14/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 12/6 stoðsendingar, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 4, Ólafur Helgi Jónsson 2/5 fráköst.

Fyrri greinAníta Líf íþróttamaður Hveragerðis 2017
Næsta greinÁrborg og Umf. Selfoss semja til fimm ára