Njarðvík jafnaði í einvíginu

Njarðvík lagði Hamar í annarri viðureign liðanna í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna í kvöld, 86-78. Staðan í einvíginu er 1-1.

Njarðvík hafði frumkvæðið allan leikinn þó að stigamunurinn hafi aldrei verið mikill. Staðan var 26-23 eftir 1. leikhluta og Njarðvík leiddi í hálfleik, 47-42.

Þriðji leikhlutinn var slakur hjá Hamri og Njarðvík náði 15 stiga forskoti fyrir síðasta fjórðunginn, 70-55. Hamar klóraði í bakkann í 4. leikhluta en munurinn var orðinn of mikill og lokatölur urðu 79-66.

Jaleesa Butler skoraði 36 stig fyrir Hamar, Slavica Dimovska 15, Kristrún Sigurjónsdóttir 13 og Fanney Guðmundsdóttir 12.

Julia Demirer var gömlu félögum sínum erfiður ljár í þúfu því hún var stigahæst Njarðvíkinga með 32 stig og 15 fráköst. Hún og Dita Liepkalne voru samtals með 29 fráköst, sex meira en allt Hamarsliðið.