Níu ára hlaupari setti HSK met

Andri Már Óskarsson. Ljósmynd/Hjörtur Leví

Selfyssingurinn Andri Már Óskarsson gerði sér lítið fyrir og setti HSK-met í 10 kílómetra götuhlaupi í Stúdíó Sport hlaupinu, sem fram fór á Selfossi þann 1. maí síðastliðinn.

Andri Már er níu ára gamall og verður tíu ára í september. Hann hljóp 10 km á 47,52 mín sem er héraðsmet í flokki 11 ára stráka.

Fyrra metið átti Friðrik Smárason Umf. Laugdæla, 54,06 mín, sett í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2019.

Andri Már gaf reyndum hlaupurum ekkert eftir í 10 kílómetrunum. Ljósmynd/Hjörtur Leví
Fyrri greinSamið við Laufið um sjálfbærniráðgjöf
Næsta greinSpennandi leikir í neðrideildarbikarnum