Nítján leikmenn framlengja hjá ÍF Mílan

ÍF Mílan hefur samið við hluta leikmanna sinna fram til sumarsins 2017 og er stefnan sett á að semja við aðra leikmenn liðsins á næstu dögum.

Þeir leikmenn sem nú hafa samið við félagið, til ársins 2017, eru Anton Örn Eggertsson, Aron Valur Leifsson, Ársæll Einar Ársælsson, Ástgeir Rúnar Sigmarsson, Birgir Örn Harðarson, Björn Freyr Gíslason, Bogi Pétur Thorarensen, Einar Sindri Ólafsson, Eyþór Jónsson, Gísli Guðjónsson, Guðbjörn Tryggvason, Ingvi Tryggvason, Ívar Grétarsson, Ketill Heiðar Hauksson, Leifur Örn Leifsson, Rúnar Hjálmarsson, Stefán Ármann Þórðarson, Sævar Þór Gíslason og Viðar Ingólfsson.

Í tilkynningu frá félaginu segir að mikil ánægja sé innan félagsins að fyrrnefndir leikmenn hafi skrifað undir nýja samninga.

„Þessi undirritun ásamt þeim sem eiga eftir að skrifa undir er skref félagsins í að mynda stóran og góðan kjarna hjá félaginu. Allir leikmennirnir hafa tekið þátt í keppnisleik fyrir hönd ÍF Mílan og var ánægja liðsins svo mikil að ákveðið var að semja við strákana,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Fyrri greinSniðugar hugmyndir fyrir fermingarveisluna
Næsta greinAfburðanautið kemur frá Skeiðháholti