Netkosning um leikmann ársins í Ísrael

Nú stendur yfir kosning um leikmann ársins í ísraelsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Markahrókurinn Viðar Kjartansson kemur auðvitað til greina í valinu.

Kosningunni lýkur á sunnudagskvöld og þessa stundina er Viðar í 3. sæti með 16% atkvæða.

Viðar hefur heldur betur slegið í gegn í Ísrael en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 18 mörk.

Smelltu hér til þess að kjósa. Til þess að velja Viðar þarf einfaldlega að smella á myndina af honum neðar á síðunni.