Netkosning hafin á íþróttafólki ársins

Elvar Örn Jónsson og Perla Ruth Albertsdóttir voru valin/kosin íþróttafólk Árborgar 2018. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Nú er hafin netkosning um íþróttakonu og -karl Árborgar 2019 en það er frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar sem stendur fyrir kjörinu.

Þetta er í annað skiptið sem netkosning er hluti af valinu á íþróttafólki ársins í Árborg en þessi nýjung gekk mjög vel í fyrra og gefur áhugasömum tækifæri til að taka þátt í kjörinu.

Níu konur og þrettán karlar eru tilnefnd í kjörinu og má lesa um árangur þeirra hér.

Tilnefnd eru:
Barbára Sól Gísladóttir – knattspyrna
Dagný María Pétursdóttir – taekwondo
Eva María Baldursdóttir – frjálsar íþróttir
Evelyn Þóra Jósefsdóttir – fimleikar
Heiðrún Anna Hlynsdóttir – golf
Hulda Dís Þrastardóttir – handknattleikur
Olil Amble – hestaíþróttir
Sara Ægisdóttir – sund
Sigríður Sigurjónsdóttir – íþróttir fatlaðra

Aron Emil Gunnarsson – golf
Bjarki Breiðfjörð Björnsson – motocross
Dagur Fannar Einarsson – frjálsar íþróttir
Egill Blöndal – júdó
Guðmundur Tyrfingsson – knattspyrna
Guðmundur Garðar Sigfússon – knattspyrna
Haukur Þrastarson – handknattleikur
Kristijan Valdovic – körfubolti
Reynir Arnar Ingólfsson – íþróttir fatlaðra
Sigursteinn Sumarliðason – hestaíþróttir
Sindri Snær Bjarnason – fimleikar
Skúli Kristjánsson – akstursíþróttir

Þorsteinn Ragnar Guðnason – taekwondo

Netkosningin er opin út mánudaginn 16. desember og munu úrslit hennar gilda 20% á móti atkvæðum valnefndar.

Kjöri íþróttafólks Árborgar verður lýst á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar þann 27. desember næstkomandi.

SMELLTU HÉR TIL AÐ KJÓSA

Fyrri greinHvergerðingar fagna flýtingu framkvæmda
Næsta greinÖskursyngur með Bonnie Tyler