Nenad og Baldvin áfram með Ægi

Nenad Zivanovic, þjálfari Ægis. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Nýverið framlengdu Nenad Zivanovic, þjálfari karlaliðs Ægis í knattspyrnu og Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfari, samninga sína um 1 ár til viðbótar.

Í tilkynningu frá Ægi segir að markmiðið sé að halda áfram á þeirri vegferð sem liðið hefur verið á og byggja ofan á þann árangur sem náðst hefur.

Nenad og Baldvin hafa leitt liðið síðan 2019 og hefur náðst eftirtektarverður árangur á þeim tíma. Þeir byrjuðu með liðið í 4. og neðstu deild Íslandsmótsins en síðan hefur leiðin stöðugt legið upp á við og í sumar varð liðið í 3. sæti í 2. deild og komst í 8-liða úrslit í Mjólkurbikarnum.

Fyrri greinHafðu áhrif á val á FKA viðurkenningarhöfum
Næsta greinHamarsmenn komnir á toppinn