Nemanja til liðs við Þórsara

Þorlákshafnar-Þórsurum hefur borist býsna mikill liðsstyrkur fyrir komandi átök í Domino's deild karla í körfubolta.

Nemanja Sovic hefur gengið til liðs við félagið en hann lék síðast með liði ÍR og var þar einn af þeirra lykilmönnum á síðasta tímabili.

Hafnarfréttir greina frá þessu

Nemanja er 35 ára íslenskur ríkisborgari og skoraði 13 stig að meðaltali í leik fyrir Breiðhyltinga og tók þar einnig 7 fráköst að meðaltali í leik.

Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Þórs en í síðustu viku bárust þær fréttir að bæði Darrell Flake og Darri Hilmarsson hafi kvatt Þórsara, Flake gekk í raðir Tindastóls og Darri fór heim í KR.

Fyrri greinSundlaugin í Þorlákshöfn lokuð
Næsta greinTour de Hvolsvöllur – keppni sem komin er til að vera