Naumt tap í Njarðvík

Gígja Marín og Helga Sóley skoruðu samtals 29 stig í gær. Ljósmynd/KKÍ

Kvennalið Hamars tapaði naumlega gegn Njarðvík í 1. deild kvenna í körfubolta á útivelli í gær, 73-68.

Fyrri hálfleikurinn var jafn, Njarðvík leiddi 20-14 eftir 1. leikhluta en staðan í hálfleik var 35-33. Hamar komst yfir í upphafi 3. leikhluta en þá svöruðu Njarðvíkingar fyrir sig og náðu mest 11 stiga forskoti, 60-49, í upphafi 4. leikhluta. Hamar var sterkari á lokakaflanum en tókst aðeins að minnka muninn niður í tvö stig á lokamínútunni.

Gígja Marín Þorsteinsdóttir var stigahæst hjá Hamri með 17 stig en Íris Ásgeirsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir voru sömuleiðis með fínt framlag.

Tölfræði Hamars: Gígja Marín Þorsteinsdóttir 17/6 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 16/8 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Sóley Heiðarsdóttir 12/6 fráköst, Perla María Karlsdóttir 6, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 6/6 fráköst, Bjarney Sif Ægisdóttir 4, Katrín Eik Össurardóttir 3, Adda María Óttarsdóttir 2, Dagrún Ösp Össurardóttir 2.

Fyrri greinSpjaldtölvuvæðing í Reykholti
Næsta greinÆvintýraferð fjölskyldunnar á Suðurland í haustfríinu