Naumt tap í Grafarvoginum

Hamar tapaði naumlega fyrir Fjölni í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld, 81-80, þegar liðin mættust í Grafarvoginum.

Hamar náði góðu forskoti í frábærum fyrsta leikhluta en staðan eftir hann var 18-34. Fjölnismenn minnkuðu muninn jafnt og þétt þegar leið á leikinn en í hálfleik hafði Hamar ellefu stiga forystu, 41-52.

Forskot Hamars var komið niður í tvö stig í upphafi síðasta fjórðungsins, sem var æsispennandi. Fjölnir komst yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum, 76-75, en Andre Dabney svaraði með þriggja stiga körfu í næstu sókn. Fjölnismenn breyttu stöðunni í 79-78 þegar rúm mínúta var eftir og aftur svaraði Dabney, nú með tveimur stigum. Fjölnir skoraði sigurkörfuna þegar 49 sekúndur voru eftir á klukkunni en Hamar náði ekki að svara þrátt fyrir að verið með boltann það sem eftir lifði leiks.

Dabney var stigahæstur Hamars með 29 stig, Darri Hilmarsson skoraði 22 og Ellert Arnarson 10.