Naumt tap í Forsetahöllinni

Srdan Stojanovic var stigahæstur Selfyssinga. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss heimsótti Álftanes í 1. deild karla í körfubolta í gærkvöldi í Forsetahöllina. Eftir hörkuleik höfðu heimamenn betur, 97-91.

Selfoss byrjaði betur í leiknum en Álftanes komst yfir í 2. leikhluta og leiddi 43-38 í leikhléi.

Undir lok 3. leikhluta komust Selfyssingar yfir aftur eftir 9-0 áhlaup en Álftanes átti síðasta orðið í 3. leikhluta og staðan var 70-68 þegar sá fjórði hófst.

Hann var æsispennandi en þegar þrjár mínútur voru eftir náðu Álftnesingar sjö stiga forskoti sem Selfoss náði ekki að vinna upp.

Arnaldur Grímsson og Srdan Stojanovic voru framlagshæstir Selfyssinga í leiknum en Stojanovic var stigahæstur með 25 stig.

Tölfræði Selfoss: Srdan Stojanovic 25/9 fráköst/5 stoðsendingar, Arnaldur Grímsson 23/7 fráköst, Ísak Júlíus Perdue 10, Birkir Hrafn Eyþórsson 9, Kennedy Aigbogun 9/7 fráköst, Gerald Robinson 9/11 fráköst, Ísar Freyr Jónasson 6.

Fyrri greinFyrsta stigið í húsi eftir hörkuleik
Næsta greinÍslenskur landbúnaður 2022 í Höllinni