Naumt tap í bikarnum

Ægismenn féllu naumlega úr leik í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu í kvöld eftir 1-0 tap gegn ÍR á útivelli.

ÍR-ingar leika í 1. deildinni en Ægismenn í 3. deild. Þorlákshafnarliðið gaf þó ekkert eftir í leiknum og ÍR náði ekki að brjóta ísinn fyrr en fjórar mínútur voru til leiksloka.

Keppni í Mjólkurbikar karla heldur áfram á morgun en þá fer fram stórleikur Árborgar og Hamars á Selfossvelli kl. 19:00. Á laugardag mætir KFR svo Aftureldingu á útivelli kl. 14:00.

Fyrri greinJana Lind önnur á Íslandsglímunni
Næsta greinAllt jafnt á Ásvöllum