Naumt tap Hamarskvenna

Kvennalið Hamars ásamt Karli Ágústi Hannibalssyni, þjálfara. Ljósmynd/Hamar

Kvennalið Hamars tapaði naumlega fyrir Njarðvík þegar liðin mættust í 1. deildinni í körfubolta í Hveragerði í gær.

Leikurinn var jafn framan af en Njarðvík náði tíu stiga forskoti í 2. leikhluta. Hamar minnkaði muninn fyrir hálfleik og staðan var 25-31 í leikhléi.

Njarðvíkingar byrjuðu mun betur í seinni hálfleik og náðu mest 17 stiga forskoti en þá breytti Hamar um vörn og náði að minnka muninn niður í 9 stig. 

Staðan var 39-48 eftir 3. leikhluta en í leik fjórða fóru Hamarskonur á kostum, spiluðu frábæra vörn og jöfnuðu leikinn á lokamínútunni, 51-51. Njarðvíkurliðið var hins vegar klókara í lokin og náði að tryggja sér þriggja stiga sigur, 51-54.

Íris Ásgeirsdóttir var stigahæst hjá Hamri með 17 stig og 11 fráköst, Dagrún Inga Jónsdóttir skoraði 16 stig og Helga Sóley Heiðarsdóttir 11.

Njarðvík er í 4. sæti deildarinnar með 16 stig en Hamar í 6. sæti með 4 stig.