Naumt tap á útivelli

Kvennalið Hamars ásamt Karli Ágústi Hannibalssyni, þjálfara. Ljósmynd/Hamar
Hamar tapaði naumlega á útivelli í dag þegar liðið mætti Grindavík-b í 1. deild kvenna í körfubolta. Lokatölur urðu 66-61.
Leikurinn var jafn allan tímann, Grindavík náði sex stiga forystu í 1. leikhluta og hélt forskotinu nánast allan leikinn. Staðan í hálfleik var 32-27 en Hamar komst yfir í upphafi síðari hálfleiks, 34-35. Þá tóku Grindvíkingar aftur við sér og leiddu til leiksloka þó að munurinn hafi aldrei verið mikill.

Hamar og Grindavík-b eru í neðstu sætum deildarinnar með 4 stig.

Tölfræði Hamars: Jenný Harðardóttir 19/11 fráköst/5 stolnir, Dagrún Inga Jónsdóttir 14/7 fráköst, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 11/9 fráköst/6 stoðsendingar, Helga Sóley Heiðarsdóttir 5, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 4/5 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 3/14 fráköst, Perla María Karlsdóttir 3/4 fráköst, Rannveig Reynisdóttir 2, Una Bóel Jónsdóttir 0.
Fyrri grein„Þetta er byltingarkennd aðstaða”
Næsta greinÍslandsmótið haldið á Hellu í sumar