Naumt tap á Nesinu

Kvennalið Selfoss tapaði naumlega þegar liðið heimsótti Gróttu á Seltjarnarnesið í N1-deildinni í handbolta í kvöld. Grótta sigraði 17-16.

Heimaliðið var sterkara í fyrri hálfleik og staðan var 11-7 í leikhléi. Selfyssingar réttu sinn hlut í síðari hálfleik en tókst ekki að krækja í stig og Grótta sigraði með eins marks mun.

Fyrir leikinn munaði einu stigi á liðunum á stigatöflunni en með sigrinum fór Grótta í 7 stig í 7. sæti en Selfoss hefur 4 stig í 9. sæti.

Carmen Palamariu var markahæst Selfyssinga með fimm mörk, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Kristrún Steinþórsdóttir skoruðu báðar þrjú mörk, Hildur Öder Einarsdóttir og Tinna Soffía Traustadóttir tvö og Dagný Hróbjartsdóttir eitt.

Fyrri greinNýtt héraðsmet í maraþonhlaupi
Næsta greinGuðrún Erlings: Hugarfarsbreyting í heilbrigðismálum