Naumt tap á Nesinu

Selfoss tapaði naumlega fyrir Íslandsmeisturum Gróttu þegar liðin mættust á Seltjarnarnesi í Olís-deild kvenna í handbolta í dag.

Selfoss hafði frumkvæðið í fyrri hálfliek og náði mest fjögurra marka forskoti, 10-14. Staðan var 12-15 í hálfleik.

Grótta byrjaði betur í seinni hálfleik og náði að minnka muninn niður í eitt mark, 15-16. Eftir það var leikurinn í járnum en Grótta náði svo þriggja marka forskoti þegar rúmar tíu mínútur voru eftir, 21-18.

Selfoss minnkaði muninn í 24-23 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en liðin skiptust á að gera mistök á lokakaflanum og náðu ekki að skora fleiri mörk.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 7 mörk, Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 6, Adina Ghidoarca 4, Kristrún Steinþórsdóttir og Arna Kristín Einarsdóttir 2 og þær Margrét Jónsdóttir og Jóhanna Jensdóttir skoruðu sitt markið hvor.

Selfoss er því enn án stiga í deildinni en liðið mætir næst toppliði Vals á heimavelli næstkomandi laugardag.

Fyrri greinTíunda jafntefli Selfoss
Næsta greinBanaslys á Sólheimasandi