Naum töp hjá Stokkseyri og Árborg

Örvar Hugason skoraði fyrir Stokkseyri. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stokkseyri og Árborg hófu leik í 4. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stokkseyri tók á móti Herði Ísafirði en Árborg heimsótti Ými í Kórinn.

Það var hart barist á Stokkseyrarvelli í kvöld þar sem úrslitin réðust í blálokin. Hörður leiddi 0-1 í leikhléi en Örvar Hugason jafnaði fyrir Stokkseyri í upphafi seinni hálfleiks. Gestirnir komust í 1-2 á 58. mínútu en á 74. mínútu jafnaði Eyþór Gunnarsson fyrir Stokkseyringa. Harðarmenn voru þó ekki á því að jafntefli væri málið því þeir skoruðu sigurmark leiksins þegar þrjár mínútur voru eftir og lokatölur urðu 2-3.

Það var einnig mikil barátta í Kórnum í Kópavogi þar sem Árborg sótti Ými heim. Lokatölur urðu 1-0 en eina mark leiksins skoruðu Ýmismenn á 15. mínútu leiksins.

Fyrri greinGreina tækifæri og ávinning af friðlýsingu svæða á Suðurlandi
Næsta greinGóður sigur Selfoss á útivelli