Nágrannaslagur af bestu gerð

Í kvöld kl. 20 mætast á Selfossvelli Árborg og Ægir í 3. deild karla í knattspyrnu. Þessi lið hafa oft barist á vellinum undanfarin ár og má því búast við hörku leik.

Með sigri í leiknum kemst Árborg upp fyrir Ægi í riðlinum, en ef Ægir nær þremur stigum færast þeir nær toppbaráttunni.
Guðmundur Garðar Sigfússon, þjálfari Árborgar, segir liðið vera gríðarlega vel stefnt fyrir leikinn. „Við setjum dæmið bara upp þannig að við ætlum að vinna þennan leik til að koma okkur aftur í toppbaráttuna,“ segir Guðmundur Garðar.
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Ægis, er ekki síður spenntur fyrir kvöldinu. „Það er auðvitað rígur þarna á milli og menn þekkjast innbirðis. Þannig að við erum fullri tilhlökkunar að taka á þeim,“ segir Alfreð Elías, en þetta er hans fyrsti alvöru nágrannaslagur.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.
Fyrri greinReynir nýtt stökk í tilefni dagsins
Næsta greinPeysa hönnuð í Ölfusinu