Naflahlaupið á laugardag

Hið árlega Naflahlaup fer fram laugardaginn 27. júni næstkomandi í Rangárþingi eystra. Þetta vinsæla hlaup dregur nafn sitt af því er heimamenn kalla nafla alheimsins, eftir að vel til tókst með fyrsta hlaupið sumarið 2010, í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli.

Hlaupið er styrktarhlaup og að þessu sinni rennur allur ágóði og áheit til hjúkrunarheimilisins Lundar á Hellu og er þetta í fyrsta sinn sem ágóði rennur til starfsemi utan Rangárþings eystra.

Í boði eru þrjár vegalengdir, 5,3 km, 13 km. og 21 km. Ræst er frá tveimur stöðum, annarsvegar eru löngu hlaupin frá Leikskólanum Örk á Hvolsvelli en hinsvegar er 5,3 kílómetra hlaupið ræst á Tumastöðum í Fljótshlíð. Hlaupinu lýkur í Hótel Fljótshlíð.

Hægt er að nálgast kort af hlaupasvæðinu á Facebook síðu hlaupsins.

Fyrri greinAldís ekki skírður í höfuðið á bæjarstjóranum
Næsta greinStyttist í opnun Fjallabaks