KFR heimsótti RB í Reykjaneshöllina í 5. deild karla í knattspyrnu í kvöld. RB var með fullt hús stiga fyrir leik og ljóst að verkefnið væri ærið fyrir Rangæinga.
RB varð á undan að skora en þeir komust yfir á 26. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik.
Helgi Valur Smárason jafnaði metin strax í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. Bæði lið áttu góðar sóknir í seinni hálfleiknum en mörkin urðu ekki fleiri og niðurstaðan varð 1-1 jafntefli.
RB er áfram á toppnum, nú með 10 stig en KFR lyfti sér upp í 3. sætið með 7 stig.