Næstu tvö landsmót í höfuðborginni

Stjórn Landssambands hestamannafélaga komst að þeirri niðurstöðu á fundi í síðustu viku að forsendur fyrir því að Landsmót 2016 væri haldið á Vindheimamelum í Skagafirði væru ekki ekki fyrir hendi.

Forsvarsmönnum Skagfirðinga var tilkynnt um þessa niðurstöðu með formlegum hætti á símafundi síðastliðinn þriðjudag.

Á fundi stjórnar Landssambands hestamannafélaga í dag 16. október 2014 var ákveðið samhljóða að ganga til viðræðna við hestamannafélagið Sprett varðandi Landsmót 2016, og við hestamannafélagið Fák um Landsmót 2018.

Í tilkynningu frá stjórn Landssambands hestamannafélaga segir að stjórnin vonist til þess að um þetta muni ríkja sátt á meðal áhugamanna um íslenska hestinn.

Fyrri greinSéra Kristinn hættir í Selfosskirkju
Næsta greinRáðast í átak gegn sóun á vatni