Motley með helming stiganna

FSu tapaði 102-71 þegar liðið heimsótti Hött á Egilsstöðum í 1. deild karla í körfubolta í kvöld.

Heimamenn náðu öruggu forskoti strax í 1. leikhluta og leiddu með 25 stiga mun í hálfleik, 51-26. FSu klóraði í bakkann í upphafi síðari hálfleiks en Hattarmenn reyndust sterkari á lokasprettinum og unnu öruggan sigur.

Þetta var annar leikur FSu í deildinni en liðið lagði ÍA í 1. umferðinni á fimmtudagskvöld og hefur nú 2 stig í 5. sæti deildarinnar.

Terrence Motley var með tröllatvennu. Hann skoraði rétt tæplega helming stiga liðsins, 36 stig og tók 16 fráköst.

Tölfræði FSu: Terrence Motley 36 stig/16 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 10 stig/7 fráköst, Sigurður Jónsson 6 stig, Hilmir Ægir Ómarsson 6 stig, Ari Gylfason 6 stig/6 fráköst, Hörður Jóhannsson 3 stig, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 2 stig, Jón Jökull Þráinsson 2 stig.

Næsti leikur FSu er á föstudagskvöld í Iðu þegar Vestri kemur í heimsókn.