Motley allt í öllu í tapleik á Skaganum

Körfuknattleiksfélag FSu tapaði fyrir ÍA í jöfnum leik á útivelli í 1. deild karla í körfubolta í kvöld, 74-67.

Fyrri hálfleikur var jafn, ÍA leiddi eftir 1. leikhluta, 19-15, en FSu náði að komast sex stigum yfir í 2. leikhluta, 28-34. ÍA skoraði hins vegar tvær þriggja stiga körfur á síðustu sautján sekúndum fyrri hálfleiks og jafnaði, 34-34.

Þriðji leikhluti var jafn, ÍA náði sex stiga forskoti um hann miðjan, 49-42, en Terrence Motley náði að koma FSu aftur yfir áður en leikhlutanum var lokið, 52-53. Motley skoraði öll nítján stig FSu í þessum leikhluta.

ÍA hóf síðasta fjórðunginn í 9-2 áhlaupi og breytti stöðunni í 61-55. FSu minnkaðI muninn í tvö stig í kjölfarið, 65-63, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Nær komust þeir ekki því ÍA var sterkara liðið á lokakaflanum.

Tölfræði FSu: Terrence Motley 42 stig/9 fráköst, Ari Gylfason 13 stig/8 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 7 stig/12 fráköst, Hilmir Ægir Ómarsson 3 stig, Gísli Gautason 2 stig.

Fyrri greinSelfoss tapaði síðasta leik fyrir frí
Næsta greinSér talsvert á framkvæmda-svæðinu innan friðlandsins