Mortensen besti erlendi leikmaðurinn

Daniel Mortensen. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Daniel Morthensen, Þór Þorlákshöfn, var valinn besti erlendi leikmaðurinn í Subway deildar karla í körfubolta á nýliðnu tímabili.

Verðlaunahátíð KKÍ fór fram í dag í íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Sunnlendingar rökuðu inn verðlaunum á hátíðinni; Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var valinn þjálfari ársins í Subway deild karla og Dagný Lísa Davíðsdóttir var í úrvalsliði Subway deildar kvenna og var valin leikmaður ársins.

Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var valinn þjálfari ársins í Subway deild kvenna og Mate Dalmay var valinn þjálfari ársins í 1. deild karla. Þá var Astaja Tyghter, leikmaður Hamars/Þórs, valin besti erlendi leikmaðurinn í 1. deild kvenna.

Fyrri greinSkátar og Landsvirkjun vinna að grænni heimi
Næsta greinAnna María framlengir á Selfossi