Mörkin úr Selfoss-BÍ/Bolungarvík

Selfyssingar unnu 4-3 sigur á BÍ/Bolungarvík í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Hér má sjá myndband af mörkunum úr leiknum.

Djúpmaðurinn Trausti Salvar var með myndavélina á leiknum og hann klippti saman mörkin og helstu færin í leiknum í myndbandið hér að neðan. Þar má m.a. sjá að boltinn fór greinilega innfyrir línuna í sjálfsmarki Djúpmanna en nokkur vafi lék á því í stúkunni í gær.