Mörkin komu öll í fyrri hálfleik

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir mætti KFS í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu á Leiknisvellinum í Breiðholti í dag.

Ægir komst yfir strax á 10. mínútu þegar Eyjamenn skoruðu sjálfsmark. Emil Ásgeir Emilsson tvöfaldaði svo forskot Ægismanna á 22. mínútu en KFS svaraði fyrir sig á 34. mínútu og staðan var 2-1 í hálfleik.

Þær reyndust lokatölur leiksins því hvorugu liðinu tókst að skora í seinni hálfleik.

Ægir er í 4. sæti riðilsins með 6 stig en KFS á botninum án stiga.

Síðastliðið fimmtudagskvöld heimsótti Hamar KFK í C-deildinni. KFK vann öruggan 3-0 sigur en öll mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Hamar er í 3. sæti riðilsins með 3 stig.

Fyrri grein„Áhuginn er að vakna hjá fólki“
Næsta greinHamar bikarmeistari í þriðja sinn