Mörgum leikjum frestað

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fjölmörgum leikjum í meistaraflokkunum í handbolta og körfubolta er frestað þessa dagana vegna kórónuveirusmita og sóttkvíar innan raða liðanna.

Leik Vestra og Íslandsmeistara Þórs Þorlákshöfn, sem var á dagskrá á morgun í Subway deild karla í körfubolta hefur verið frestað vegna COVID-19 hjá Vestra.

Leik Hrunamanna og Álftaness sem var á dagskrá á föstudag í 1. deild karla í körfubolta hefur verið frestað vegna COVID-19 hjá Hrunamönnum.

Þá hefur toppslag ÍR og Selfoss í Grill-66 deild kvenna verið frestað en hann átti að fara fram um næstu helgi.

Fyrri greinHelgi sækist eftir 1. sætinu
Næsta grein„Skemmti mér konunglega innan um alla Ungverjana“